Í Hörpu er fundaraðstaða fyrir stærri og minni fundi. Stærsta fundarherbergið er á fyrstu hæð og rúmar um 120 manns í sæti en hægt er að skipta þessum sal í tvennt með fellivegg.
Einnig eru fjögur minni fundarherbergi á fyrstu hæð með færanlegum milliveggjum sem að rúma allt að 16 manns.
Á fjórðu hæð eru einnig fjögur minni fundarherbergi sem að rúma allt að 8 manns í sæti.
Allir salirnir eru búnir góðum tækjabúnaði, svo sem skjávarpa og hljóðkerfi.
Búnaður í stærri fundarherbergjum:
• Skjávarpar og skjáir fyrir skjávarpa.
• Færanlegt hátalarakerfi og tilkynningarkerfi (falið).
• Hljóð-og myndkerfi.
• Símafundakerfi.
• Aðstaða fyrir upptöku og útsendingu.
• Ræðupúlt, stjórnborð fyrir ljós og hljóð.
Búnaður í minni fundarherbergjum:
• Skjávarpar og skjáir fyrir skjávarpa.
• Færanlegt hátalarakerfi og tilkynningarkerfi (falið).
• Hljóð- og myndkerfi. Símafundakerfi.