Hótel Örkin býður uppá bjartan og góðan veislusal, sem hentar vel fyrir veislur, fundi og ráðstefnur, sem og kennslu og námskeið. Á staðnum er eldhús og góð gistiaðstaða.
Einnig er boðið uppá mjög hugguleg fundarherbergi. fyrir 10-15 manns.
Hótel Örkin leggur áherslu á snyrtimennsku og notalegt umhverfi. Hótelið er miðsvæðis í Reykjavík. Aðeins 15-20 mín. gangur er niður í gamla miðbæinn og við erum aðeins í 10 mín. gönguleið frá verslunarmiðstöðinni Kringlunni.
Almenningsvagna er stutt að sækja og flugrútan, í tengslum við flug frá Keflavíkurflugvelli, getur komið hér við eftir óskum.
Hótel Örkin er færeyska sjómannaheimilið í Reykjavík. Þess vegna reynum við að hafa Færeyinga í starfsliði okkar og hótelstórinn er frá Færeyjum. Starfsmenn geta talað ýmis tungumál, s.s. ensku, þýsku, norðurlandamál auk íslensku.
Vínveitingar eru ekki á hótelinu.