Hótel Húnavellir

Góð aðstaða fyrir hvers kyns mannfagnaði í fallegu umhverfi

Góð aðstaða fyrir ættarmót og aðra hópa
Sundlaug
Grillaðstaða
Íþróttaaðstaða
Veiði
Tjaldstæði
Hópamatseðill
Hentar fyrir hverskyns mannfagnaði


Nánari upplýsingar

Á hótelinu eru tveir salir, annar tekur upp í 130 manns og sá stærri tekur upp undir 400 manns. Hótelið getur útvegað bæði hljóðkerfi og sjávarpa. Gott sameiginlegt rými er innandyra til að setjast niður og spjalla.

Þar er sparkvöllur, fótboltavöllur, leiktæki fyrir krakka og sundlaug með heitum potti á staðnum, gefin er afsláttur í sund fyrir ættarmóts gesti.

Gistiálma hótelsins er á tveimur hæðum og eru herbergin 28 talsins. Á hótelinu eru 16 stór tveggjamanna, 6 minni og 6 einsmanns. Aðkoman er mjög góð fyrir bæði stóra og litla bíla. Sturtur eru 4 og almenningssalerni 13. Svefnpokaplássið er bæði í skólastofum og minni herbergjum. Góð aðstaða er fyrir fatlaða í hjólastólum. Í anddyri hótelsins er stór veggmynd eftir Baltazar sem sýnir helstu atburði Vatnsdælu.

Sundlaugin er á besta stað og snýr á móti suðri. Laugin er 17 metra laug með heitum potti. Veiðin er í Svínavatni og hægt er að kaupa veiðileyfi á hótelinu. 9 holu golfvöllur er á Blönduósi.

Hótel Húnavellir
Húnavellir 541 [bær]
Sími: Birta símanúmer
www.hotelhunavellir.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Larger Map