Söguloftið
Á
Sögulofti Landnámsseturs er góð aðstaða fyrir fundi og litlar
ráðstefnur. Það hefur yfir sér óvenjulegan en hlýlegan blæ og þar er
algjört næði frá skarkala heimsins. Þó loftið
minni helst á gömlu baðstofurnar er þar að finna rafmagnstjald og
skjávarpa og fullkominn ljósabúnað.
Söguloftið er vinsæll staður fyrir einbeitta vinnufundi.
Landnámssetrið
Landnámssetrið er staðsett í elstu húsum Borgarness. Verslunarhúsinu/Búðarkletti (byggt 1877-79) og Pakkhúsinu (byggt 1884.) Þau eru í dag tengd með nýrri tengibyggingu sem við nefnum Skálann. Þar er móttaka og gjafavöruverslun Landnámsseturs.
Gamla verslunarhúsið er í dag veitingahús Landnásseturs og Pakkhúsið hýsir sýningar setursins. Á efsta lofti Pakkhúsins er lítið leikhús sem við nefnum Söguloft.
Salir Landnámssetursins eru í sögufrægum húsum og skapar það einstakt andrúmsloft. Fjölbreytt afþreying er á setrinu, sambland af sögulegum fróðleik og skemmtun. Veitingahúsið á staðnum býður upp á ljúffengan mat með hollustu að leiðarljósi og auðvelt er að fá góða gistingu í nágrenninu
Vinnudagur í öllum rýmum
Það er algengt að stofnanir og félög geri sér vinnufund hjá okkur allan daginn, sem verður þá sambland af vinnu, hópefli og skemmtun. Þá er gjarnan byrjað með sameiginlegum fyrirlestrum á Sögulofti. Hádegismatur í Hvíta salnum. Skipt upp í hópa á Sögulofti og Arinstofu. Síðan er ýmis afþreying í boði, td að skoða sýningar Landnámsseturs, fara í leiðsögn um Egilsslóð eða Ratleik Landnámsseturs, sem er skemmtileg útivera og passleg áreynsla bæði fyrir líkama og sál. Síðan er hægt að snæða kvölverð í Hvítasal og sjá leiksýningu á Sögulofti um kvöldið áður en haldið er í bæinn.
Hafiði endilega samband um frekari upplýsingar í aðalsíma Landnámsseturs 4371600. Starfsfólk okkar mun verða ykkur innan handar um að leggja upp dagskrá fyrir góðan dag í Borgarnesi.