Arinstofan - Landnámssetrið í Borgarnesi

Hlýlegt rými í sögufrægu húsi

Auðveldar samgöngur allt árið
Góð gisting í nágrenninu
Ljúffengur matur með hollustu að leiðarljósi
Einstaklega hlýlegt rými
Góð aðstaða fyrir litla fundi
Fjölbreytt afþreying
Tekur 40-50 manns í sæti
Skjávarpi
Netsamband
Móttökusalur


Nánari upplýsingar

Arinstofan
Í Arinstofunni í risi veitingahússins Búðarkletts er góð aðstaða fyrir litla fundi. Undir ljósmálaðri súðinni er afar gott andrúmsloft.

Loftbitarnir í Arinstofu eru meira en 100 ára gamlir – nútímalegur arinn og kvistgluggar gera þetta rými einstaklega hlýlegt.

Salurinn tekur 40 – 50 manns í sæti við uppdekkuð borð. Hentar einnig vel fyrir litla fundi. Laus skjávarpi er til reiðu og netsamband.

Landnámssetrið
Landnámssetrið er staðsett í elstu húsum Borgarness. Verslunarhúsinu/Búðarkletti  (byggt 1877-79) og Pakkhúsinu (byggt 1884.) Þau eru í dag tengd með nýrri tengibyggingu sem við nefnum Skálann. Þar er móttaka og gjafavöruverslun Landnámsseturs. 

Gamla verslunarhúsið er í dag veitingahús Landnásseturs og Pakkhúsið hýsir sýningar setursins. Á efsta lofti Pakkhúsins er lítið leikhús sem við nefnum Söguloft. Auk þess eru tvær hæðir í Pakkhúsinu sem hýsa sýningar um landnám Íslands og Egil sögu. Þær er alltaf hægt að skoða með hljóðleiðsögn sem til er á 10 tungumálum auk sérstakrar barnaleiðsagnar á íslensku.

Salir Landnámssetursins eru í sögufrægum húsum og skapar það einstakt andrúmsloft. Fjölbreytt afþreying er á setrinu, sambland af sögulegum fróðleik og skemmtun. Veitingahúsið á staðnum býður upp á ljúffengan mat með hollustu að leiðarljósi og auðvelt er að fá góða gistingu í nágrenninu

Vinnudagur í öllum rýmum
Það er algengt að stofnanir og félög geri sér vinnufund hjá okkur allan daginn, sem verður þá sambland af vinnu, hópefli og skemmtun. Þá er gjarnan byrjað með sameiginlegum fyrirlestrum á Sögulofti. Hádegismatur í Hvíta salnum. Skipt upp í hópa á Sögulofti og Arinstofu. Síðan er ýmis afþreying í boði, td að skoða sýningar Landnámsseturs, fara í leiðsögn um Egilsslóð eða Ratleik Landnámsseturs, sem er skemmtileg útivera og passleg áreynsla bæði fyrir líkama og sál.  Síðan er hægt að snæða  kvölverð í Hvítasal og sjá leiksýningu á Sögulofti um kvöldið áður en haldið er í bæinn.
 
Hafiði endilega samband um frekari upplýsingar í aðalsíma Landnámsseturs 4371600.  Starfsfólk okkar mun verða ykkur innan handar um að leggja upp dagskrá fyrir góðan dag í Borgarnesi.

Arinstofan - Landnámssetrið í Borgarnesi
Brákarbraut 13-15 310 Borgarnes
Sími: Birta símanúmer
http://www.landnam.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Larger Map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar