Ert þú að skipuleggja fagnað eða fundi þar sem allt á að smella saman?
Potturinn og pannan býður úrval hlaðborða fyrir hvers kyns uppákomur.
Við bjóðum einnig um á fjölbreytta tilboðsmatseðla. Þú getur komið með
þínar séróskir og við gerum okkar besta til að uppfylla þær.
Potturinn
og pannan er fjölskylduvænn staður sem hefur áunnið sér vinsældir í
gegnum tíðina fyrir þægilega þjónustu og ljúffengar veitingar á
sanngjörnu verði. Frá 1982 höfum við verið eitt af ódýrari en um leið
betri veitingahúsum landsins.
Markmið okkar er að bjóða ávallt
uppá ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni ásamt fagmannlegri og
alúðlegri þjónustu. Þannig leitast Potturinn og pannan við að uppfylla
þarfir sinna viðskiptavina og gera heimsókn þeirra ógleymanlega.
Veisluþjónustan
Potturinn og pannan er með 3 sali á sínum snærum, veitingasal sinn,
Félagsheimilið Blönduósi og Hótel Húnavelli. Góð aðstaða og hröð
þjónusta fyrir minni og stærri hópa.
Kjörið er að skipuleggja
og halda mannamót á Blönduósi, aðstaða er öll til fyrirmyndar en á
staðnum eru margir gisimöguleikar, ný sundlaug, íþróttamiðstöð og úrval
gönguleiða og útivistartengdri afþreyingu.