Hönnun lýsingar og góður og traustur ljósabúnaður er mikilvægur þáttur í hverjum viðburði.
Exton býður ráðgjöf, hönnun, leigu og sölu á hvers kyns ljósabúnaði fyrir allar tegundir viðburða við allar aðstæður.
Sviðsvagnar Exton eru hagkvæmir þar sem koma þarf upp sviði á skömmum tíma. Þeir eru í tveimur stærðum og henta í stór sem smá verkefni.
Vagnarnir koma tilbúnir með sviðsgólfi og upphengibúnaði fyrir hljóð og ljós og henta jafnt fyrir tónleika, fyrirtækjaviðburði, bæjarskemmtanir, sýningar og íþróttaviðburði. Búnaðinn má flytja að hluta eða öllu leyti í vögnunum og spara þannig flutningskostnað.