Fyrirtækjaviðburðir hafa færst mjög í vöxt undanfarin misseri sem kalla á þjónustu á borð við þá sem Exton hefur upp á að bjóða. Má þar nefna blaðamannafundi,
fjárfestakynningar, vígslur og frumsýningar, galaveislur og árshátíðir
Sviðsvagnarnir eru hagkvæmir þar sem koma þarf upp sviði á skömmum tíma. Þeir eru í tveimur stærðum og henta í stór sem smá verkefni.
Sviðsvagnarnir eru hagkvæmir þar sem koma þarf upp sviði á skömmum tíma. Þeir eru í tveimur stærðum og henta í stór sem smá verkefni.
Vagnarnir koma tilbúnir með sviðsgólfi og upphengibúnaði fyrir hljóð og ljós og henta jafnt fyrir tónleika, fyrirtækjaviðburði, bæjarskemmtanir, sýningar og íþróttaviðburði. Búnaðinn má flytja að hluta eða öllu leyti í vögnunum og spara þannig flutningskostnað.
Exton býr yfir miklum og ört stækkandi tækjakosti til útleigu. Má þar nefna hljóðkerfi og hljóðborð, kapla og upphengibúnað, hátalara og mixera.
Þá leigir Exton út ýmis hljóðfæri fyrir tónleika, veislur og hátíðir, t.d. DJ græjur, rafpíanó, Hammond orgel, píanó og flygla.