Skjáir/skjávarpar: Miklu máli skiptir að velja réttan skjá eða skjávarpa í fundarherbergi. Atriði sem hafa þarf í huga þegar skjávarpi er valinn eru t.d upplausn og birtustig, á skjávarpinn að vera með innbyggðum hátölurum eða nettengingu og á varpinn að vera HD samhæfanlegur.
Svipað er uppi á teningnum ef nota á LCD- eða plasmaskjái, Það sem hafa ber í huga við val á LCD eða plasmaskjá felst aðallega í stærðinni á skjánum sem á að setja í herbergið.
Fjarfundabúnaður: Með fjarfundabúnaði er kleift að koma á gagnvirkum myndfundum í rauntíma yfir IP net eða ISDN línur. Fundarmenn sjá hvorn annan og geta talað saman eins og þeir væru staddir á sama stað og geta unnið í sameiginlegum skjölum.
Með fjarfundi sparast bæði tími og peningar og eins geta fjarfundir aukið skilvirkni og hagkvæmni í rekstri fyrirtækja. Hægt er að koma upp fundi með lítilli fyrirhöfn og með því að nýta sér svokallaða brúartækni er hægt að tengja saman fjölmarga staði inn á einn og sama fundinn.
Fáanlegur er búnaður sem hentar öllum aðstæðum, frá því að vera tiltölulega einfaldur búnaður sem tengdur er PC tölvu notanda upp í það að vera fullkominn búnaður sem hentar stórum fundarherbergjum.
Exton selur fjarfundabúnað frá Tandberg sem er leiðandi aðili á því sviði í heiminum.
Sýningartjöld: Mælt er með því að nota sýningartjald þegar notaður er skjávarpi í fundarherbergi. Mynd sem varpað er beint á vegg nær aldrei sömu skerpu og litum eins og mynd sem varpað er á vandað sýningartjald.
Huga þarf að útfærslu á tjaldinu sem á að nota. Fáanleg eru tjöld sem mögulegt er að fella inn í stokk, eru hengd á vegg, neðan í loft eða á þrífæti.
Tjöldin eru ýmist rafdrifin eða dregin niður handvirkt. Áferð á tjaldinu skiptir einnig máli og til eru útgáfur sem leitast við að ná sem skarpastri mynd eða koma litum til skila á sem bestan máta.