Gamli Bar er lítið einkaherbergi fyrir fyrir fundi eða veislur sem ekki telur fleiri en 12 manns.
Boðið er upp á úrval veislurétta eða kaffi veitinga eftir óskum,
Einnig geta gestir nýtt sér koníakstofu framan við salinn.
Hótel Holt er fyrsta flokks hótel staðsett í Þingholtunum aðeins í 5
mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Hótel Holt er eitt virtasta
hótel landsins og hefur verið leiðandi á sviði veitinga og framreiðslu
allt frá opnun þess árið 1965.
Íslensk listaverk prýða öll herbergi hótelsins og hið sama gildir um veitingastaðinn, barinn, koníaksstofuna og ráðstefnu- og veislusalinn Þingholt. Á Hótel Holti er að finna eitt stærsta listaverkasafn í einkaeigu á Íslandi og húsið á engan sinn líka hér á landi.