Portið er leigt út fyrir viðburði eins og tónleika og tónlistarhátíðir, árshátíðir, giftingaveislur, afmæli, móttökur, fundi, kvikmyndahátíðir, myndatökur og fleira.
Sýningar safnsins eru aðgengilegar gestum ef samið er um það fyrirfram og hægt er að óska eftir leiðsögn á íslensku eða öðrum tungumálum.
Gólfflötur 500 m²
Lofthæð um 12 metrar
Tjald yfir portið svart eða hvítt
Utan opnunartíma er hægt að opna fram í anddyri safnsins.
Leigutaki sér um uppsetningu og framkvæmd við viðburði og útvegar viðeigandi tæki og búnað.
Fyrirspurnum svarar Björg Helga Atladóttir.