Ásmundarsafn er leigt út fyrir viðburði eins og móttökur, giftingaveislur, myndatökur, fundi og fleira.
Ekki er aðstaða til matargerðar eða geymslu á veitingum í húsinu.
Neysla á lituðum drykkjum (t.d. rauðvín, appelsín, kók) er óheimil í Ásmundarsafni.
Sýningar safnsins eru aðgengilegar gestum en semja þarf fyrirfram um leiðsögn um sýningarnar á íslensku eða öðrum tungumálum.
Gólfflötur 360 m²
Skjólgóður og stór garður umhverfis safnið.
Leigutaki sér um uppsetningu og framkvæmd við viðburði og útvegar viðeigandi tæki og búnað.
Fyrirspurnum svarar Björg Helga Atladóttir.