Háteigur er glæsilegur salur á 4. hæð hótelsins með frábæru útsýni og svölum. Salurinn hentar einstaklega vel fyrir fundi, móttökur, brúðkaup og annars konar einkasamkvæmi. Falleg vegglýsing og stjörnuljósin í loftinu gera stemninguna í salnum einstaka.
Salurinn rúmar 170 manns við hringborð, 200 manns í bíóuppstillingu og 50 í U-uppstillingu.
Salurinn er settur upp með hringborðum, breytingagjald á við um aðrar uppstillingar.
Í salnum er þráðlaus nettenging og allur búnaður til fundarhalda, svo sem skjávarpi, sýningartjald, hljóðkerfi, púlt og panelhljóðnemi.
Framan við salinn er forrými sem hentar vel fyrir fordrykk og móttökur.