Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur hefur undanfarin ár getið sér gott orð bæði sem listamaður og skemmtikraftur. Hann kemur oft fram einn með kassagítar og Ukulele. Hann hefur gefið út sólóplöturnar Kvöldvöku og Ömmu, en á þeirri seinni gerði Svavar gömlum íslenskum lögum skil á einfaldan söngvaskáldahátt.
Stundum kemur Svavar einnig fram með Kristjönu Stefánsdóttur djasssöngkonu, en dúettakvöld þeirra eru rómuð. Komu nokkrir af uppáhalds dúettum Svavars og Kristjönu út á plötunni Glæður árið 2011.
Uppákomur Svavars spanna allt frá angurværri þjóðlagatónlist og gömlum sönglögum til glettinna og hressilegra sagnastunda og tónlistargleðileiks.
Tóndæmi: Svavar Knútur og Kristjana