Hið sögufræga og fallega hús í hjarta Reykjavíkur, Gamla bíó, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Öll aðstaða hefur verið betrumbætt sem þjónar nútíma þörfum en um leið er haldið í upprunalega hönnun og virðuleika. Notagildi Gamla bíós hefur því aukist til muna þar sem notkunarmöguleikarnir eru svo gott sem endalausir.
Húsið getur verið ráðstefnuhús, tónleikastaður, leikhús, veislusalur, bíó eða nánast hvað það sem fólki dettur í hug. Salurinn rúmar allt að 280 manns við hringborð en þá er einnig setið á svölunum. Einnig er möguleiki að silla upp á langborðum allt að 300 manns. Fyrir standandi viðburði rúmar salurinn allt að 750 manns.
Salurinn er búinn hljóð- og ljósakerfi, öflugum skjávarpa og stóru bíótjaldi. Þá er einnig möguleiki að stækka eða minnka sviðið eftir þörfum hvers og eins.
Starfsfólk Gamla bíós leggur mikla áherslu á persónulega þjónustu og heimilislegt andrúmsloft í þessum glæsilegu húsakynnum. Við tökum fagnandi á móti öllu skapandi fólki og aðstoðum við að gera viðburði þeirra sem eftirminnilegasta.